Endurnýjun samnings við bílaleiguna Höld

Frá undirritun samnings. Arna Skúladóttir Höldi og Jónas Egilsson SKÍ undirrita samstarfssamninginn.
Frá undirritun samnings. Arna Skúladóttir Höldi og Jónas Egilsson SKÍ undirrita samstarfssamninginn.

Skíðasambandið og Bílaleiga Akureyar þ.e. Höldur hafa framlengt samstarfssamning sín í milli. 

Markmið Hölds með þessu samstarfi er að styðja við SKÍ í íþrótta- og uppeldishlutverki sínu. Á móti mun Skíðasambandið koma merki (lógói) Hölds á framfæri, bæði á heimasíðu og á öllum mótum sambandsins.

Ný kepppnisnúmer eða vesti verða gerð með auglýsingu frá Höldi og er það viðbót við samstarf undangenginna ára.

Að sögn Jónasar Egilssonar framkvæmdastjóra SKÍ er mikilvægt fyrir hreyfinguna að vera í góðu samstarfi við fyrirtæki eins og Höld, enda er ferðakostnaður á landi einn helsti útgjaldaliður hreyfingarinnar og ánægjulegt að framhald verði á þessu samstarfi.