Egill Ingi ráðinn landsliðsþjálfari alpagreina

Snorri Páll Guðbjörnsson, formaður alpagreinanefndar SKÍ, og Egill Ingi Jónsson, nýráðinn landsliðsþ…
Snorri Páll Guðbjörnsson, formaður alpagreinanefndar SKÍ, og Egill Ingi Jónsson, nýráðinn landsliðsþjálfari alpagreina.

Í dag var gengið frá ráðningu á landsliðsþjálfara í alpageinum. Egill Ingi Jónsson var ráðinn úr hópi hæfra umsækjenda. Egill Ingi er ekki ókunnugur starfi sambandsins en síðastliðinn vetur starfaði hann sem verkefnastjóri hjá SKÍ og þrjú ár þar á undan var hann formaður alpagreinanefndar SKÍ. Egill Ingi hefur einnig þjálfað hjá Skíðaliði Reykjavíkur undanfarin ár við góðan orðstýr. Skíðasamband Íslands er mjög ánægt með ráðninguna og horfir björtum augum inní framtíðina.

Framundan er stór vetur þar sem HM í alpagreinum ber hæst en einnig verður farið á HM unglinga og Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar (EYOF).

Undirskriftin fór fram í verslun 66°Norður en þeir eru einn af aðalstyrktaraðilum Skíðasambands Íslands.