Dómaranámskeið á snjóbrettum

Skíðasambands Íslands stendur fyrir dómaranámskeiði á snjóbrettum sem nýtist einnig sem þjálfaranámskeið. Snjóbrettanefndin hvetur alla til að sækja námskeiðið hvort sem það eru þjálfarar, aðstandendur eða áhugasamir snjóbrettamenn. Í vetur verðum við með fyrsta alþjóðlega FIS mótið í snjóbrettum á Íslandi og því meiri þörf en áður á að hafa einstaklinga með dómararéttindi. Námskeiðið fer fram helgina 3.-4.desember 2016 og verður frá kl. 09:00-17:00 báða dagana.
Að námskeiði loknu hljóta allir réttindi hjá bæði FIS og TTR mótaröðinni.

  • FIS C dómararéttindi
  • TTR C dómararéttindi

Kennarinn á námskeiðinu heitir Jacek Milas og er frá Póllandi. Hann hefur FIS A dómararéttindi og hefur reynslu af dómgæslu í heimsbikar. Námskeiðið mun fara fram á ensku. Námskeiðið verður haldið í Reykjavík, nánar tiltekið í húskynnum ÍSÍ í Laugardalnum.
Verð: 7.000 kr. á mann. Greiðsla þarf að hafa borist fyrir námskeiðið.

  • Innifalið: Námskeiðsgögn og hádegismatur báða daga ásamt kaffi.

Skráning þarf að berast í síðasta lagi 29.nóvember á netfangið ski@ski.is.
Nánari dagskrá verður send á alla þáttakendur.