Í dag er haldinn hátíðlegur dagur sjálfboðaliðans, og við hjá Skíðasambandi Íslands viljum nýta tækifærið til að færa öllum þeim fjölda einstaklinga sem styðja skíða- og snjóbrettahreyfinguna okkar innilegar þakkir.
Á hverju einasta ári leggja ótal sjálfboðaliðar sitt að mörkum, á keppnisdögum, í æfingastarfi, á mótum, í stjórnum, nefndum og ýmiss konar undirbúningsvinnu sem oft fer fram utan sviðsljóssins. Starf þeirra er ómetanlegt og myndar grunninn að þeirri starfsemi sem skíða- og snjóbrettaiðkun á Íslandi byggir á.
Án ykkar væri einfaldlega ekki hægt að halda uppi því öfluga starfi sem skíða- og snjóbrettahreyfingin státar af í dag. Þið eruð hjartað í öllu sem við gerum.
Við hjá SKÍ þökkum ykkur kærlega fyrir óeigingjarnt framlag, eldmóð og óbilandi stuðning. Við hlökkum til áframhaldandi samstarfs og spennandi verkefna á komandi árum.
Takk fyrir ykkar framlag, dag eftir dag, ár eftir ár.



















