Dagur með sterka frumraun í sinni fyrstu heimsbikar helgi

Dagur Benediktsson hélt áfram að skrifa sögu sína um helgina þegar hann tók þátt í sínum fyrsta heimsbikar á ferlinum.

Dagur Benediktsson keppti um helgina í sinni fyrstu heimsbikarkeppni. Keppnin fór fram í Þrándheimi í Noregi. Laugardag var keppt í 20 km skiptigöngu. Fyrstu 10 km með hefðbuninni aðferð og síðan skipt yfir í frjálsa aðferð síðari 10 km. Dagur náði ekki að sína sitt rétta andlit og var ósáttur með keppnina.

''Mjög þungt í dag, ótrúlega erfitt, mjög hár hraði út frá startinu, ég sprakk eiginlega bara á örðum hring. Mjög erfitt að komast tilbaka og berjast við komast í mark'' 

Í dag var keppt í 10 km með frjálsri aðferð og var þá allt annað uppi á teningunum. Dagur átti mjög góða göngu. Hann byrjaði vel og klifraði upp sæti jafnt og þétt og sérstaklega í restina. Greinilega vel uppsett keppni hjá Degi. Hann endaði í 77. sæti af 111 sem kláruðu, aðeins +2:33 mínútum á eftir besta manni dagsins. Fyrir þetta hlaut hann 88,91 FIS punkta sem er með hans besta í ár. Ekki slæmt fyrir frumraun í Heimsbikar!

''Töluvert betra í dag, allt annað uppi á teningnum. Góð hraðastjórnun hjá mér, fór vaxandi inn í þetta og mjög sáttur með daginn.''

Dagur keppir næst helgina 12.-14. des í Scandinavian Cup í Östersund í Svíþjóð. Við óskum Degi til hamingju með flottan árangur í heimsbikarnum í dag!