Dagur Benediktsson með sterka frammistöðu í Scandinavian Cup í Svíþjóð

Sterk helgi hjá Degi Benediktssyni í Scandinavian Cup í Svíþjóð

Dagur Benediktsson sýndi sterka frammistöðu í Scandinavian Cup um helgina en mótið fór fram í Svíþjóð. Allt landsliðsfólk Íslands, auk tveggja keppenda úr afrekshópi, tók þátt í mótinu, sem var jafnframt hluti af sænska bikarnum, Sverige Cup. Mótið var afar sterkt þar sem margir af bestu skíðagöngumönnum Norðurlanda voru meðal keppenda.

Dagur sýndi stöðuga og góða frammistöðu báða keppnisdaga. Þrátt fyrir að úrslitalistin gefi ekki fulla mynd af árangrinum, þar sem keppnin var sérstaklega jöfn og sterk, þá segir samanburður við Sverige Cup sitt. Hefði Dagur verið skráður keppandi fyrir sænskan klúbb hefði hann endað í 11. sæti fyrri keppnisdaginn og 14. sæti þann síðari.

Framfarir Dags eru augljósar en aðeins tveimur vikum áður hafnaði hann í 24. sæti í Sverige Cup. Um helgina náði hann hins vegar að sigra marga þeirra keppenda sem voru á undan honum í því móti, sem undirstrikar jákvæða þróun í frammistöðu hans.

Árangur helgarinnar er mikilvægt skref og lofar góðu fyrir áframhaldandi keppnir á tímabilinu.

Sjá öll úrslit helgarinnar hér