Bjarni í 3. sæti í svigi í Geilo (NOR) og með bætingar

Bjarni Þór Hauksson keppti á mótaröð í Geilo í Noregi í bæði svigi og stórsvigi og náði flottum úrslitum.

Í svigi hafnaði hann í 3. sæti og fékk fyrir það 44.09 FIS-punkta sem er hans besti árangur til þessa í svigi. Úrslit mótsins má finna hér.

Í stórsvigi hafnaði hann í 6. sæti og fékk fyrir það 46.23 FIS-punkta sem er einnig hans besti árangur til þessa í stórsvigi. Úrslit mótsins má finna hér. 

Veturinn fer því vel af stað hjá Bjarna Þór.