Bjarni endurkjörinn formaður SKÍ

Bjarni Th. Bjarnason var endurkjörinn formaður SKÍ til tveggja ára. Aðrir í stjórn voru einnig endurkjörin til tveggja ára, þau Hugrún Elvarsdóttir, Jón Egill Sveinsson og Gísli Reynisson. Formenn alpagreinanefndar Sigurður Sveinn Nikulásson og Einar Ólafsson Formaður skíðagöngunefndar voru einnig endurkjörnir. Aðalsteinn Valdimarsson er nýr Formaður snjóbrettanefndar.

Á þinginu voru einnig samþykktar laga- og reglugerðabreytingar. Þá samþykkti þingið stefnumarkandi ályktanir. Samþykkt var ályktun um stefnumótunarvinnu innan sambandsins, á sviði aðstöðumála, íþrótta- og afreksmála og um samskipti sambandsins og félaganna.

Þá er var samþykkt að fela stjórn SKÍ að skipa nefnd um málefni transfólks innan hreyfingarinnar og finna leiðir fyrir það að keppa innan hreyfingarinnar.

Einnig var samþykkt áskorun á ÍSÍ að taka upp skráningu „undirgreina“ þ.e. eins og á skíðum að greina milli alpagreina, skíðagöngu og snjóbretta. Það mikilvægt fyrir Skíðasambandið sem á aðild að Alþjóða skíðasambandinu (FIS), Alþjóða snjóbrettasambandinu (WSF) og Alþjóða tvíkeppnissambandinu þ.e. skíðaskotfimi (IBU), að geta greint fjölda iðkenda á milli greina.

Samþykkt var að halda Skíðaþing að ári á Ísafirði í tilefni 90 ára afmælis Skíðafélags Ísfirðinga.

Góð samstaða var um niðurstöður þingsins og þingið heppnaðist mjög vel að mati formanns sambandsins.

Nánari grein verður gerð fyrir niðurstöðum þingsins við útgáfu þinggerðar á næstu dögum.