Bikarmóti í alpagreinum á Ísafirði frestað

Bikarmót sem áætlað var 18. og 19. febrúar nk. á Ísafirði hefur verið frestað.

Ástæður eru, eins og flestum er kunnugt, mikil hlýindi og hláka undangengna daga. Þótt eitthvað frost sé í kortunum, er sama og engin úrkoma sem fylgir og því verða keppnisbakkar ekki nægilega nógu þykkir fyrir keppni.