Bikarmót í skíðagöngu kláraðist í gær

Í gær sunnudag kláraðist bikarmót fyrir 14 ára og eldri í skíðagöngu á Ólafsfirði. Frábærar aðstæður voru um helgina en alla dagana var logn, sól og gott frost og var því færið stíft og flott. Elsa Guðrún Jónsdóttir SÓ og Vadim Gusev SKA sigruðu í fullorðinsflokki. Albert Jónsson SFÍ og Kristrún Guðnadóttir Ulli sigruðu í flokki 18-20 ára, Sigurður Arnar Hannesson og Harpa S. Óskarsdóttir unnu flokka 16-17 ára og í flokki 14-15 ára sigruðu Egill Bjarni Gíslason og Fanney Rún Stefánsdóttir bæði frá SKA.

Úrslit frá gærdeginum má sjá hér