Bikarmót á Ólafsfirði

Um liðna helgi fór fram bikarmót í skíðagöngu á Ólafsfirði. Keppni hófst með sprettgöngu á föstudagskvöldinu, á laugardag var keppt með frjálsri aðferð. Veðrið á sunnudeginum var óhagstætt til keppni og þurfti því að aflýsa keppni með hefðbundinni aðferð. 
Keppni fór fram á golfvelli Fjallabyggðar en hlýtt veðurfar síðustu vikna gerði það að verkum að ekki var hægt að notast við hina eiginlegu keppnisbraut á Ólafsfirði.

Föstudagur 2.mars

Konur - sprettur
1.sæti Elsa Guðrún Jónsdóttir - SÓ
2.sæti Fanney Stefánsdóttir - SKA
3.sæti Jónína Kristjánsdóttir - SÓ

Karlar - sprettur
1.sæti Sigurður Arnar Hannesson - SFÍ
2.sæti Dagur Benediktsson - SFÍ
3.sæti Pétur Tryggvi Pétursson - SFÍ

Laugardagur 3.mars

Konur - 5 km frjáls aðferð
1.sæti Elsa Guðrún Jónsdóttir - SÓ
2.sæti Fanney Stefánsdóttir - SKA
3.sæti Jónína Kristjánsdóttir - SÓ

Karlar - 10 km frjáls aðferð
1.sæti Dagur Benediktsson - SFÍ
2.sæti Pétur Tryggvi Pétursson - SFÍ
3.sæti Andri Teitsson - SKA

Öll úrslit helgarinnar má skoða hér. 
Bikarstig má skoða hér.