Benedikt Friðbjörnsson keppir í heimsbikar í Sviss á morgun

Á morgun fer fram fyrsti heimsbikar vetrarins á snjóbrettum þegar keppt er í risa stökki (big air) í Chur, Sviss. Benedikt Friðbjörnsson, landsliðsmaður á snjóbrettum, tekur þátt og verður þetta hans annar heimsbikar á ferlinum.

Keppnin á morgun er sérstök að því leiti að ekki er keppt í fjallinu heldur er um að ræða risa stökkpall sem er búinn til grindum og vinnupöllum.

Forkeppnin hjá körlum hefst kl.09:30 á íslenskum tíma (11:30 CET) og verður Benedikt í seinni hópnum í forkeppninni þar sem hann hefur leik 24. í röðinni af alls 26 í seinni hópnum. Úrslitin hefjast kl. 16:00 á íslenskum tíma (18:00 CET).

Lifandi dómgæsla, úrslit og ráslista má sjá hér. Einnig má sjá frétt á heimasíðu FIS um móti hér.