Baldur Vilhelmsson í 34. sæti í Calgary (CAN)

Baldur Vilhelmsson var að keppa á World Cup móti í slopestyle í Calgary í Canada í gær og náði þeim góða árangri að vera í 34. sæti. Er þetta liður í því að reyna við olympíulágmörk inn á Olympíuleikana sem fara fram í Peking í næsta mánuði.

Nú er hann á leiðinni til Mammoth Mountain í USA til að taka þátt í öðru slopestyle móti sem fer fram dagana 6-8. janúar.