Baldur í öðru sæti í slopestyle um helgina

Baldur Vilhelmsson keppti í slopestyle í Landgraaf um helgina og náði öðru sæti. Þetta voru 57.70 FIS-stig í hús sem er hans annar besti árangur á ferlinum. Góð byrjun á fyrsta alþjóðlega mótinu sem strákarnir í A-landsliðinu í Snjóbrettum keppa á í vetur því Marinó og Benedikt urðu í 5. og 6. sæti. Úrslit mótsins má sjá hér.