Baldur og Benedikt stóðu sig vel í Evrópubikar

Nýverið tóku þeir Baldur Vilhelmsson og Benedikt Friðbjörnsson þátt í Evrópubikarmótum á snjóbrettum. Báðir náðu þeir að bæta sig á heimslista og voru þeir báðir að ná í efstu 30 sætin sem gefa Evrópubikarstig.

Davos, Sviss, 19.febrúar - Big Air
26.sæti - Baldur Vilhelmsson
37.sæti - Benedikt Friðbjörnsson

Götschen, Þýskaland, 21.febrúar - Slopestyle
14.sæti - Baldur Vilhelmsson
31.sæti - Benedikt Friðbjörnsson

Götschen, Þýskaland, 22.febrúar - Big Air
16.sæti - Benedikt Friðbjörnsson
25.sæti - Baldur Vilhelmsson

Þeir munu halda áfram að taka þátt í Evrópubikarmótum á næstunni og keppa í Flachauwinkel í Austurríki 4.mars og Götschen í Þýskalandi 5.-6.mars.