Baldur í 34. sæti á HM unglinga í Svíþjóð

Baldur klár í slaginn á HM unglinga í Svíþjóð
Baldur klár í slaginn á HM unglinga í Svíþjóð

Nú í vikunni fór fram keppni í brekkustíl (slopestyle) á HM unglinga á snjóbrettum í Klappen í Svíþjóð.

Alls eru 8 íslenskir keppendur, 2 stúlkur og 6 piltar, á mótinu fyrir Íslands hönd og voru þau öll skráð í undankeppnina í brekkustíl.  Undankeppnin fór fram í 4 riðlum og komust 5 bestu áfram í úrslit uppúr hverjum riðli. 
Því miður náði enginn íslensku keppendanna uppúr sínum riðli að þessu sinni.
Bestum árangri náði Baldur Vilhelmsson, sem náði 34. sæti af 94 keppendum með betri ferð uppá 58.00 stig. 

Úrslit íslensku keppandanna urðu eftirfarandi: 

Stúlkur:
35. Vildís Edwinsdóttir - BFH 16.66 stig
44. Anna Kamilla Hlynsdóttir 1.00 stig

Piltar:
34. Baldur Vilhelmsson - SKA 58.00 stig
57. Birkir Þór Arason - SKA 33.33 stig
61. Tómas Orri Árnason - SKA 30.33  stig
78. Kolbeinn Þór Finnsson - SKA 18.66 stig
86. Borgþór Ómar Jóhannsson - BFH 13.00 stig
90. Benedikt Friðbjörnsson - SKA 10.00 stig

Heildarúrslit má sjá hér: Stúlkur / Piltar