Áramótaferð skíðagöngu

Skíðasamband Íslands auglýsir hér með æfingaferð í skíðagöngu til Noregs í hæfileikamótun fyrir 14-18 ára (f. 2003 2007). Við bjóðum einnig þeim sem fædd eru 2002 og fyrr að koma með ef pláss verður vegna fjöldatakmarkana. Ferðin er frá 27. desember til 9. janúar og stefnt er að því að farin verði svona ferð eða sambærileg árlega.

Skráningarfrestur í ferðina er til og með 12. nóvember. Nánari upplýsingar veitir afreksstjóri SKÍ Dagbjartur Halldórsson í síma 660 1075 eða í tölvupósti dagbjartur@ski.is. Skráningar skulu sendar á dagbjartur@ski.is.