Landsliðsfólk Íslands í snjóbrettum, Anna Kamilla Hlynsdóttir og Arnór Dagur Þóroddsson úr BFH, stíga á stóra sviðið í nótt þegar þau keppa í sínum fyrsta heimsbikar í Big Air. Mótið fer fram í Secret Garden í Kína, þar sem frábær Big Air aðstaða býður upp á krefjandi og glæsilega keppni.
Á morgun fara fram undanúrslit:
Í kvennaflokki taka 31 keppandi þátt og 8 efstu komast í úrslit sem fara fram laugardaginn 29. nóvember.
Í karlaflokki eru 63 keppendur í undanúrslitum og 10 efstu tryggja sér sæti í úrslitum sem fara einnig fram á laugardaginn 29. nóvember.
Dagskrá morgundagsins:
Konur byrja kl. 09:00 (að staðartíma í Kína).
Heat 2 í karlaflokki, þar sem Arnór Dagur keppir, hefst kl. 13:20 (að staðartíma).
Þetta er stór áfangi fyrir bæði Önnu Kamillu og Arnór Dag, sem fá nú tækifæri til að vinna sér inn mikilvæg Ólympíustig og ekki síður að safna mjög dýrmætri keppnisreynslu í bankann.
Eftir Secret Garden heldur landsliðið til Peking, þar sem annað Big Air heimsbikarmót fer fram 5.–6. desember. Undanúrslitin fara fram 5. desember og úrslitin 6. desember. Þar standa þau frammi fyrir nýju tækifæri til að sækja sér dýrmæt Ólympíustig.
Hægt er að fylgjast með keppninni í beinu streymi hér:
Karlar – Heat 2 (Arnór): https://live.fis-ski.com/lv-sbs6092.htm#/qualification/heat-2
Með þeim í Kína er þjálfarinn þeirra, Justin De Graaf frá Hollandi, sem hefur undirbúið þau vel fyrir þessi tvö mikilvægu mót.
Við óskum þeim góðs gengis, áfram Ísland!

