Snjóbrettamót Íslands var haldið í blíðskaparveðri í Hlíðafjalli um síðustu helgi.
Það var sögulega lítill snjór í fjallinu en með mikilli atorku og dugnaði náði Skíðafélag Akureyrar að halda flottasta mót vetrarins í snjóbrettum. Vegna snjóleysis þá var einungis hægt að keppa í risastökki (big air) þetta árið. Haldin voru tvö alþjóðleg mót í risastökki sama daginn en í fyrra mótinu var keppt um Íslandsmeistaratitilinn.
Flest okkar besta snjóbrettafólk landsins var mætt til landsins til að taka þátt í mótinu og var það landsliðsfólkið okkar, Anna Kamilla Hlynsdóttir og Arnór Dagur Þóroddsson, sem urðu Íslandsmeistarar í risastökki, en þau keppa bæði fyirr BFH. Það er gaman að segja frá því að þetta er í fyrsta sinn á Snjóbrettamóti Íslands sem kona fær hæsta stig allra á mótinu, en það var landsliðskonan okkar hún Anna Kamilla Hlynsdóttir sem kom, sá og sigraði í orðsins fyllstu merkingu. Anna Kamilla fékk 90 stig en Íslandsmeistari karla, Arnór Dagur, fékk 85.67 stig. Í öðru sæti kvenna megan var Júlíetta Tómasdóttir úr SKA með 58.67 stig og í þriðja sæti var Unnur Hlynsdóttir með 24 stig, en þess má geta að hún er tvíburasystir Önnu Kamillu og er einnig úr BFH. Í öðru sæti karla megin var Ásgeir Arnbjörnsson með 55.33 stig og í þriðja sæti var Benedikt Ernir Magnússon með 43.33 stig en þeir eru báðir úr BFH.
Úrslit – Snjóbrettamót Íslands:
BIG AIR konur
BIG AIR karlar
BIG AIR U17 drengir
BIG AIR U15 stúlkur
BIG AIR U15 drengir
BIG AIR U13 drengir
BIG AIR U11 stúlkur
BIG AIR U11 drengir
Skíðasamband Íslands óskar Íslandsmeisturum og öðrum verðlaunahöfum innilega til hamingju.