Anna Kamilla og Arnór Dagur Íslandsmeistarar í risastökki

Arnór Dagur og Anna Kamilla
Arnór Dagur og Anna Kamilla

Snjóbrettamót Íslands var haldið í blíðskaparveðri í Hlíðafjalli um síðustu helgi.

Það var sögulega lítill snjór í fjallinu en með mikilli atorku og dugnaði náði Skíðafélag Akureyrar að halda flottasta mót vetrarins í snjóbrettum. Vegna snjóleysis þá var einungis hægt að keppa í risastökki (big air) þetta árið. Haldin voru tvö alþjóðleg mót í risastökki sama daginn en í fyrra mótinu var keppt um Íslandsmeistaratitilinn.

Flest okkar besta snjóbrettafólk landsins var mætt til landsins til að taka þátt í mótinu og var það landsliðsfólkið okkar, Anna Kamilla Hlynsdóttir og Arnór Dagur Þóroddsson, sem urðu Íslandsmeistarar í risastökki, en þau keppa bæði fyirr BFH. Það er gaman að segja frá því að þetta er í fyrsta sinn á Snjóbrettamóti Íslands sem kona fær hæsta stig allra á mótinu, en það var landsliðskonan okkar hún Anna Kamilla Hlynsdóttir sem kom, sá og sigraði í orðsins fyllstu merkingu. Anna Kamilla fékk 90 stig en Íslandsmeistari karla, Arnór Dagur, fékk 85.67 stig. Í öðru sæti kvenna megan var Júlíetta Tómasdóttir úr SKA með 58.67 stig og í þriðja sæti var Unnur Hlynsdóttir með 24 stig, en þess má geta að hún er tvíburasystir Önnu Kamillu og er einnig úr BFH. Í öðru sæti karla megin var Ásgeir Arnbjörnsson með 55.33 stig og í þriðja sæti var Benedikt Ernir Magnússon með 43.33 stig en þeir eru báðir úr BFH.

Úrslit – Snjóbrettamót Íslands:

BIG AIR konur

  1. sæti - Anna Kamilla Hlynsdóttir   
  2. sæti - Júlíetta Tómasdóttir
  3. sæti - Unnur Sólveig Hlynsdóttir

BIG AIR karlar

  1. sæti - Arnór Dagur Þóroddsson
  2. sæti - Ásgeir Arnbjörnsson
  3. sæti - Benedikt Ernir Magnússon

BIG AIR U17 drengir

  1. sæti - Jökull Bergmann
  2. sæti - Óliver Garðarsson
  3. sæti - Sigurður Filippusson

BIG AIR U15 stúlkur

  1. sæti - Friðbjörg Jakobsdóttir
  2. sæti - Steinunn María Þórarinsdóttir
  3. sæti - Lukka Viktorsdóttir

BIG AIR U15 drengir

  1. sæti - Arnar Freyr Jóhannsson
  2. sæti - Jóel Orri Jóhannesson
  3. sæti - Óli Bjarni Ólason

BIG AIR U13 drengir

  1. sæti - Hafþór Gestur Sverrisson
  2. sæti - Guðmundur Elí Ágústsson
  3. sæti - Einar Ísaksson

BIG AIR U11 stúlkur

  1. sæti - Adriana Maria Molina

BIG AIR U11 drengir

  1. sæti - Rúnar Áki Friðjónsson
  2. sæti - Garðar Einarsson
  3. sæti - Baltasar Rio Ingason

 

Skíðasamband Íslands óskar Íslandsmeisturum og öðrum verðlaunahöfum innilega til hamingju.