Alpagreinanefnd SKÍ auglýsir eftir þjálfara fyrir hæfileikamótun

Alpagreinanefnd SKÍ auglýsir eftir þjálfara til að hafa umsjón með hæfileikamótun í samstarfi við afreksstjóra og alpagreinanefnd. Ráðið er í starfið til næstu tveggja ára en markmiðið er að fylgjast með og hlúa að yngri iðkendum og byggja upp grasrótina.

Helstu verkefni hæfileikamótunnar eru samæfingar á Íslandi, samæfingarferð erlendis auk mögulegra keppnisferða erlendis.

Umsækjendur skulu hafa reynslu af þjálfun.

Umsóknarfrestur er til og með 24. mars 2024. Umsókn skal senda á netfangið brynja@ski.is. Allar upplýsingar veitir Brynja Þorsteinsdóttir, afreksstjóri SKÍ, í síma 846-0420.

 

Nánar um starfið og hæfileikamótun.

Hæfileikamótun er mikilvægur þáttur af grasrótarstarfi og er fyrsta þrepið í landsliðsstiga SKÍ. Hæfileikamótunin samanstendur af æfingum og fyrirlestrum þar sem þátttakendur fá fræðslu um allt mögulegt tengt skíðum og umhverfi landsliða.

Tilgangur og markmið:

  • Fylgjast með yngra skíðafólki og undirbúa það fyrir hefðbundnar landsliðsæfingar.
  • Hæfileikmótun er ætluð öllum aðildarfélögum SKÍ og skal ekki gert upp á milli félaga.
  • Bæta samskipti við aðildarfélögin og kynna fyrir þeim stefnu SKÍ í landsliðsmálum.
  • Fræða og undirbúa skíðafólk til að þess að mæta á afreks- og landsliðsæfingar.
  • Minnka brotfall og auka tækifæri fyrir yngri iðkendur.

Starfslýsing 

Þjálfari skal:

  • Skila inn áætlun fyrir 20.apríl fyrir næsta tímabil sem byrjar maí ár hvert.
  • Skila af sér skýrslu til nefndarformanna SKÍ í lok apríl ár hvert um framgang verkefnisins og hvernig gengur.
  • Skila stuttri skýrsu eftir hvert verkefni til nefndarformanns SKÍ.
  • Fylgja afrekstefnu ÍSÍ og SKÍ.
  • Fá fræðimenn til að setja fram og kynna nýjustu þekkingu á mataræði, heilsu og næringu.
  • Fræða krakka um mikilvægi ástundunnar, aukaæfinga, fjölda æfingatíma og fleira.
  • Halda fyrirlestur um mikilvægi styrktaræfinga til að ná árangri og til að fyrirbyggja meiðsl.
  • Upplýsa um kröfur inn í landslið.
  • Byggja upp liðsheild innan hópsins.

Verkefni hæfileikamótunar hvert tímabil:

  • Æfingabúðir í mai/júní; þrek, tækni og skíði (ef mögulegt). Test ef við á.
  • Æfingabúðir í ágúst/sept; þrek, tækni og kynning og innleiðing á þeim testum sem við eiga í hverri grein.
  • Æfingabúðir erlendis í október/nóvember ýmist í skíðahúsi eða á jökli.
  • Æfingahelgi á Íslandi í lok nóvember eða byrjun desember eftir eftir því sem nefndin ákveður hverju sinni í samráði við þjálfara.
  • Eitt verkefni fyrir eldri krakka c.a vika á skíðum og mót erlendis, getur samræmst YOG eða EYOF og er ákveðið í samráði við afreksstjóra og alpagreinanefnd.

Þjálfari skal einnig:

  • Búa til afrekshóp/úrtakshóp og verkefni tengt honum í samræmi við afreksstjóra og alpagreinanefnd.
  • Vera ábyrgur fyrir þeim verkefnum sem plönuð eru.
  • Panta hótel, bílaleigubíla og það sem til þarf hverju sinni fyrir hverja grein og þær æfingabúðir sem fyrirhugaðar eru hverju sinni i samvinnu við afreksstjóra.
  • Leitast eftir góðum verðum og hafa í huga að halda kostnaði sem lægstum eins og kostur er.

Þjálfari sem tekur að sér hæfileikamótun þarf að hafa tíma til að sinna þeim verkefnum sem plönuð eru.

Starfið er til tveggja ára og getur framlengist ef vel gengur og áhugi er fyrir hendi.