Alpagreinanefnd SKÍ auglýsir eftir aðstoðarþjálfurum í vetur

Alpagreinanefnd SKÍ auglýsir eftir áhugasömum aðstoðarþjálfurum til að taka þátt í starfi vetrarins. Um er að ræða fjölmörg og misjöfn verkefni. Í flestum verkefnum verður landsliðsþjálfari með í för en í öðrum ekki. 

Verkefnin sem um ræðir:

  • Æfingaferð - október 2017
  • Æfingaferð - nóvember 2017
  • HM unglinga - janúar 2018
  • Ólympíuleikar - febrúar 2018
  • Samæfingar á Íslandi - desember 2017, janúar 2018 og apríl 2018

Frekari upplýsingar veitir Jón Viðar Þorvaldsson, framkvæmdastjóra SKÍ, í síma 660-4752 eða á netfanginu ski@ski.is. Umsóknir þurfa að berast í síðasta lagi 11.september 2017.