Alpagreinanefnd auglýsir eftir þjálfara í hæfileikamótun

Alpagreinanefnd SKÍ auglýsir eftir þjálfara til að vinna með nefndinni í hæfileikamótun. Um er að ræða nýtt starf til framtíðar þar sem markmiðið er að fylgjast með og hlúa að yngri iðkendum og byggja upp grasrótina.

Verkefni þjálfarans eru samæfingar á Íslandi, samæfingarferð erlendis auk mögulegum keppnisferðum erlendis.

Umsækjendur skulu hafa reynslu af þjálfun.

Umsóknarfrestur er til og með 1.ágúst 2021. Umsóknir skal senda á netfangið dagbjartur@ski.is. Allar upplýsingar veitir Dagbjartur Halldórsson, afreksstjóri SKÍ, í síma 660-1075.