Allir þátttakendur komnir til Peking

Allir þátttekendur úr íslenska hópnum eru komnir til Peking og í sitt þorp. Hópurinn ferðaðis í þremur mismunandi hópum og fór sá fyrsti af stað 27.janúar og sá síðasti kom til Peking í dag. 

Íslensku keppendurnir á Vetrarólympíuleikunum í Peking eru í óða önn að aðlagast aðstæðum í Kína. Það hefur verið kalt uppi í fjöllunum síðustu daga og kuldinn farið í -17°C. Vistarverur hópsins í Ólympíuþorpunum eru ansi hráar við afhendingu og er það hlutverk ÍSÍ að búa þær þannig út að vel fari um hópinn á meðan á dvölinni stendur. ÍSÍ útvegar húsgögn og búnað í sameiginleg rými hópsins og eru dagarnir fyrir setningu leikanna ansi annasamir fyrir þá sem eru í fararstjórn við að koma öllu í stand.