Albert og Dagur áfram

Keppendur dagsins, Dagur, Albert og Gígja sem öll komust áfram eftir keppnir dagsins.
Keppendur dagsins, Dagur, Albert og Gígja sem öll komust áfram eftir keppnir dagsins.

Albert Jónsson kom fyrstur í mark í undankeppni 10 km göngu fyrr í dag. Dagur Benediktsson varð í 5. sæti og komust þeir báðir áfram.

Þeir Albert og Dagur ræstu síðastir af 70 keppendum sem hófu keppni, en voru strax í byrjun komnir í fremstu röð og eftir 3 km voru þeir orðnir fyrstir. Albert má segja hafi leitt keppnina frá upphafi þó hann hafi verið síðastur í rásröð.

Þeir keppa því báðir í 15 km göngu miðvikudaginn 1. mars ásamt Snorra Einarssyni.

Úrslitin og millitíma má sjá hér.