Albert Jónsson keppti í Idre í Svíþjóð um helgina

Abert náði að bæta FIS-punkta stöðu sína um helgina þegar hann keppti í 10 km F í Idre um síðustu helgi. Hann endaði í 28. sæti með 83,26 FIS-punkta en fyrir er hann með á lista 95.76. Úrslit mótsins má sjá hér.