Æfingahelgi snjóbretta

Fyrsta æfingahelgi hæfileikamótunar snóbretta 2022-2023. Æfingin verður í Reykjavík mæting kl. 20 föstudaginn 9. september og henni lýkur kl. 14 sunnudaginn 11. september. Hún er fyrir 14-18 ára (fædd 2004-2008). Nánari dagskrá og tilhögun kemur síðar. Æfingin mun kosta 20.000 kr. og þarf að greiða um leið og skráning fer fram. Reikningsnúmer SKÍ 0162-26-003860, kt. 590269-1829. Skráningarfrestur er til og með 19. ágúst. Nánari upplýsingar og aðstoð við skráningu veitir afreksstjóri SKÍ Dagbjartur í síma 660 1075 eða dagbjartur@ski.is.