Æfingaferð hæfileikamótunnar í alpagreinum, snjóbrettum og freestyle til Hintertux.

Fjölmennur hópur iðkenda frá öllu landinu fædd 2006-2009 fóru í æfingaferð til Hintertux í Austurríki dagana 7.-17.október. Það voru 33 iðkendur úr alpagreinum, fjórir úr snjóbrettum og einn úr freestyle. Alls fóru sex þjálfarar með hópnum, einn farastjóri og tveir foreldrar.

Hintertux er jökull í Zillertal í Austurríki og fóru skíðaæfingar fram í yfir 3000 m hæð. Gist var á hóteli  neðar í dalnum þar sem þrekæfingar fóru líka fram síðdegis flesta daga. Snjóbretta- og freestyle iðkendur æfðu einnig á loftdýnu, trampolín-og hjólabrettagarði.

Veðrið lék að mestu við hópinn allan tímann og þrátt fyrir mjög krefjandi aðstæður þá náði hópurinn góðum æfingum. Mikil gleði og atorka einkenndi hópinn sem var algjörlega til fyrirmyndar í einu og öllu og létu framfarir ekki á sér standa.

Það var sáttur hópur sem kom heim eftir frábæra daga í Austurríki reynslunni ríkari.

Svona ferð væri ekki hægt að fara í nema fyrir okkar frábæru þjálfara sem vinna óeigingjarnt starf í þágu hreyfingarinnar. En það eru þeir Egill Ingi Jónsson og Fjalar Úlfarsson sem sjá um hæfileikamótun í alpagreinum og þeim til aðstoðar í ferðinni voru Grímur Rúnarsson og Sigríður Dröfn Auðunsdóttir.

Jöull Elí Borg sér um hæfileikamótun í snjóbrettum og honum til aðstoðar í ferðinni var Oddur Vilberg Sigurðsson. Farastóri í ferðinni var Brynja Þorsteinsdóttir, afreksstjóri SKÍ.

Hæfileikamótun er mikilvægur þáttur í bæði fræðslu- og útbreiðslustarfi hreyfingarinnar. Því er mikilvægt að ungu- og upprennandi skíða- og brettafólki séu boðin tækifæri til að þroska og þróa sína getu og hæfileika. Haldnar eru æfingabúðir fyrir allar greinar. Afreksstjóri SKÍ heldur utan um þetta verkefni en einnig hafa verið ráðnir aðilar til að halda utan um verkefni í öllum greinum eins og fram kemur hér að ofan.