100 ára afmælisþing FIS í Reykjavík 4. og 5. júní

Ríflega 330 fulltrúar og gestir sækja þing Alþjóðaskíða- og snjóbrettasambandsins (FIS) sem haldið verður í Hörpu í Reykjavík 3. og 4. júní nk.

Til þings mæta kjörni fulltrúar skíðasambanda frá nær öllum aðildarlöndum FIS sem eru 128 talsins, auk stjórnar FIS, nefndarmanna og starfsmanna sambandsins. 

Á þinginu verður kosið til nýrrar stjórnar og nefnda sambandsins til tveggja ára, annarra en forseta.

Í tilefni 100 ára afmælis FIS á þessu ári verður efnt til hátíðarkvöldverðar í Hörpu þriðjudaginn 4. júní en þingið sjálft verður daginn eftir. Tilkynnt verður á þriðjudaginn 4. júní hvar heimsmeistaramótin verða haldin 2028/2029 og FIS leikar 2028.