Icelandair áfram aðal samstarfsaðili

Undanfarin ár hefur Icelandair verið einn af aðal samstarfsaðilum Skíðasambands Íslands og hefur samstarfið gengið vel. Það eru því gleðitíðindi að í dag var gengið frá undirritun um áframhaldandi samning til tveggja ára. Samningur sem þessi er gríðarlega mikilvægur fyrir starfsemi sambandsins en mikið af okkar afreksstarfi fer fram utan landssteinana. Aðildarfélag sambandsins munu einnig njóta góðs af samningnum eins og undanfarin ár.