Helga María sigrar á fyrsta móti vetrarins!

Fyrir 13 mánuðum síðan lenti Helga María Vilhjálmsdóttir, A-landsliðskona í alpagreinum, í því að slíta krossband í hné. Við tók erfiður tími, aðgerð og enduræfingin og að lokum uppbyggging fyrir komandi vetur. Fyrir um fjórum vikum síðan steig hún aftur á skíði og hóf æfingar. Í dag keppti hún svo á sínu fyrsta móti eftir, eins og áður segir, 13 mánuði en keppt var í svig sem fór fram í Sugarbush í Banadríkjunum. Helga María gerði sér lítið fyrir og sigraði mótið og það með miklum yfirburðum en hún var 2,4 sek á undan næsta keppenda. Fyrir mótið fékk Helga María 41.59 FIS punkta sem er aðeins frá hennar punktastöðu á heimslistanum en þar er hún með 34.69 FIS punkta.

Helga María var ekki eini Íslendingurinn á mótinu því þrír aðrir kvennkynskeppendur voru með í mótinu. Freydís Halla Einarsdóttir náði ekki að ljúka seinni ferð en eftir fyrri ferðina var hún með besta tímann, 44/100 á undan Helgu Maríu sem var önnur. Andrea Björk Birkisdóttir endaði í 7.sæti og fékk 78.52 FIS punkta. Íris Lorange Káradóttir gerði ógilt í seinni ferðinni.

Öll úrslit úr mótinu má sjá hér. Næstu fjóra daga munu þessir sömu keppendur keppa á tveimur svigmótum og tveimur stórsvigsmótum í Sunday River, Bandaríkjunum.

Rank Bib FIS Code NameYear Nation Run 1 Run 2 Total Time Diff.  FIS Points
 1  6  255367 VILHJALMSDOTTIR Helga Maria  1995  ISL   34.43  33.22  1:07.65     41.59
 2  20  6536197 DANNIS Alexa  1999  USA   35.05  35.00  1:10.05  +2.40  67.13
 3  52  6536413 MCCLELLAN Samantha  2000  USA   35.70  34.50  1:10.20  +2.55  68.73
 4  50  6536391 COUTU Tatum  2000  USA   36.31  34.19  1:10.50  +2.85  71.92
 5  54  6536377 LEVEY Nadine  2000  USA   36.46  34.47  1:10.93  +3.28  76.50
 6  16  6536326 KUSUMI Hanako  1999  USA   36.44  34.67  1:11.11  +3.46  78.41
 7  12  255403 BIRKISDOTTIR Andrea Bjork  1998  ISL   35.93  35.19  1:11.12  +3.47  78.52
 8  22  6536176 WILSON Mckenna  1999  USA   36.28  34.86  1:11.14  +3.49  78.73
 9  31  6535984 SULLIVAN Abigail  1998  USA   36.16  35.17  1:11.33  +3.68  80.76
 10  1  426230 WILLASSEN Anna  1997  NOR   36.19  35.15  1:11.34  +3.69  80.86
Disqualified 2nd run
   49  255431 KARADOTTIR Iris Lorange  2000  ISL           
Did not finish 2nd run
   2  255357 EINARSDOTTIR Freydis Halla  1994  ISL