Ályktun Skíðaþings um Vetraríþróttamiðstöð Íslands

Ný afstaðið Skíðaþing, sem haldið var á Sauðárkróki 20. og 21. október sl., fagnaði því að vinna við stefnumótun um framtíð Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands sé hafin.

Ákvörðun var tekin af mennta- og barnamálaráðherra fyrr á þessu ári að leggja til fjármagn við endurskoðun hugmynda um hlutverk VMÍ. Sú vinna er hafin á vegum Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra.

Fyrstu hugmyndir voru kynntar sveitarfélögum á Norðausturlandi í lok september sl. og fengu þær góðar undirtektir.

Ályktun Skíðaþings er svohljóðandi:

Skíðaþing, haldið á Sauðárkróki 20. og 21. október 2023, fagnar því að vinna við stefnumótunn Vetraríþróttamiðstöðvar á Norðurlandi (VMÍ) er hafin. Jafnframt hvetur þingið Alþingi og sveitarfélög á Norðurlandi í að hraða vinnu við markmiðsetningu, hlutverki og uppbyggingu VMÍ.

Skíðaþing fagnar fram komnum hugmyndum um að sveitarfélög, frá Sauðárkróki í vestri að Norðurþingi og Mývatnssveit í austri eigi aðild að Vetraríþrótt. Með því verður hægt að skapa heildstæða og víðatæka starfsemi undir vetraríþróttir hér á landi, gefa almenningi aukin tækifæri til iðkunar vetraríþrótta, skapa aukin tækifæri fyrir vetraríþróttaiðkun almennings og keppnisfólks.