Skíðamót Íslands - Allar upplýsingar

Skíðamót Íslands verður sett formlega fimmtudaginn 30.mars og stendur yfir til sunnudagsins 2.apríl en mótið fer fram í Hlíðarfjalli við Akureyri að þessu sinni. Þrátt fyrir að veturinn hafi verið snjólítill framan af lítur út fyrir að góðar aðstæður verði á Akureyri um helgina. Keppt verður í alpagreinum og skíðagöngu og má reikna með hörku keppni enda Íslandsmeistaratitlar í boði. Okkar fremsta skíðafólk verður mætt til leiks eftir stóran vetur að baki en bæði var HM í alpagreinum og skíðagöngu.

Eins og undanfarin ár verður keppt í alpagreinum sem alþjóðleg FIS mót þannig að mótin gefi stig inná heimslista FIS. Í fyrsta skipti verður keppni í skíðagöngu einnig alþjóðleg og von er á erlendum keppendum bæði í alpagreinar og skíðagöngu.

Í vetur hefur SKÍ verið að hefja beinar útsendingar í gegnum YouTube og verður áframhald á því á Skíðamóti Íslands. Stefnt er að útsendingu frá fyrstu þremur keppnisdögunum og má sjá dagskrá og slóðir yfir á útsendingarnar hér að neðan.

SKÍ vill hvetja sem flesta til þess að kíkja í Hlíðarfjall um helgina og sjá okkar fremsta skíðafólk keppast um Íslandsmeistaratitla.

Dagskrá mótsins
30.mars - Sprettganga
31.mars - Stórsvig
31.mars - Ganga með frjálsri aðferð
1.apríl - Svig
1.apríl - Ganga með hefðbundinni aðferð
2.apríl - Samhliðasvig
2.apríl - Boðganga
Hér má sjá alla dagskrá með tímasetningum.

Beinar útsendinar
30.mars - Sprettganga
31.mars - Stórsvig fyrri ferð
31.mars - Stórsvig seinni ferð
1.apríl - Svig fyrri ferð
1.apríl - Svig seinni ferð
2.apríl - Samhliðasvig

Upprifjun frá gömlum landsmótum
Upprifjun 1
Upprifjun 2