Fyrirbyggjum meiðsli

FitToPlay

Oslo Sports Trauma Researh Center hefur, í samvinnu við Norwegian Sports og Alþjóða Ólympíunefndina þróað æfingakerfið Fit-To-Play með þeim tilgangi að koma í veg fyrir meiðsli í íþróttum.  Fjöldi vísindalegra rannsókna sýna m.a. fram á það að góð og vel skipulögð upphitun getur minnkað áhættuna á meiðslum með yfir 50%.

Á síðunni fittoplay.org er að finna upplýsingar um algeng meiðsli í yfir 50 íþróttagreinum og sérstök æfingakerfi, fyrir hverja grein, til að fyrirbyggja þau.  Einnig er hægt að vinna með þessar sömu upplýsingar í appinu Get Set - Train Smarter, sem finna má inná Google Play eða App Store.

Fit-To-Play - Alpagreinar
Fit-To-Play - Skíðaganga
Fit-To-Play - Snjóbretti

Allar æfingarnar eru sýndar á myndböndum og eru með góðum leiðbeiningum um hvernig á að framkvæma þær rétt.  Æfingakerfi hverrar greinar er byggt upp í þrem þrepum og erfiðleikastigið hærra eftir því sem lengra er komið.  Einnig er hægt að hlaða niður æfingunum og því hægt að hafa þær með sér hvar og hvenær sem er, jafnvel án nettengingar.