Snorri keppir í heimsbikar á Ítalíu um helgina

Snorri Einarsson. Mynd: Nordic Focus
Snorri Einarsson. Mynd: Nordic Focus

Um helgina tekur Snorri Einarsson, landsliðsmaður í skíðagöngu, þátt í heimsbikarmóti í Cogne, Ítalíu. Snorri hefur ekkert keppt í tvær vikur eða síðan hann átti gott mót í Ulricehamn í lok janúar. Hann hefur æft af krafti undanfarnar vikur í Lillehammer í Noregi sem undirbúning fyrir þetta mót og HM í skíðagöngu sem hefst í næstu viku.

Laugardagur 16.feb
1,6 km sprettur með frjálsri aðferð - Snorri hefur rásnúmer 63. Efstu 30 úr undanrásum komast í úrslit.
Undanrásir hefjast kl. 09:35 og úrslitin kl. 12:00 að íslenskum tíma.

Sunnudagur 17.feb
15 km ganga með hefðbundinni aðferð - Rásnúmer kemur í ljós á morgun.
Fyrsti keppandi hefur leik kl. 11:30 að íslenskum tíma. Fyrirkomulagið er einstaklingsræsing þar sem 30 sekúndur eru á milli keppenda.

Allar upplýsingar um mótið, lifandi tímataka, úrslit o.fl. má finna hér.