Snorri Einarsson hefur leik í heimsbikar á föstudag

Snorri Einarsson, landsliðsmaður í skíðagöngu, mun í vetur taka þátt í fjölmörgum heimsbikarmótum í skíðagöngu. Heimsbikarmótaröðin er sú sterkasta í heimi innan alþjóða skíðasambandsins, FIS. Undanfarið hefur Snorri æft vel og keppti á sínu fyrstu mótum í Finnlandi um miðjan nóvember, en þar náði hann meðal annars 4.sæti í 15 km gögnu með frjálsri aðferð. Snorri mun taka þátt öllum heimsbikarmótunum fyrir jól og hér að neðan má sjá upplýsingar um þau. Eftir áramót taka við æfingar og undirbúningur fyrir Vetrarólympíuleikana, en reiknað er með þátttöku í einum heimsbikar fyrir leikana hjá Snorra.

Heimsbikarmótin er hægt að sjá á hinum ýmsu sjónvarpsstöðum, t.d. Eurosport, NRK og SVT.

Ruka, Finnland - 23.-25.nóv 2017
23.nóv - Sprettganga, hefðbundin aðferð
24.nóv - 15 km, hefðbundin aðferð
25.nóv - 15 km, frjáls aðferð og eltiganga
Hér verður hægt að fylgjast með lifandi tímatöku og sjá úrslit.

Lillehammer, Noregur - 2.-3.des 2017
2.des - Sprettganga, hefðbundin aðferð
3.des - 30 km, skiptiganga

Davos, Sviss - 9.-10.des 2017
9.des - Sprettganga, frjáls aðferð
10.des - 15 km, frjáls aðferð

Toblach, Ítalía - 16.-17.des 2017
16.des - 15 km, frjáls aðferð
17.des - 15 km, hefðbundin aðferð og eltiganga