Frábær helgi í Finnlandi - Miklar bætingar

Snorri Einarsson varð í 4.sæti í dag
Snorri Einarsson varð í 4.sæti í dag

Um helgina fóru fram fyrstu mót vetrarins hjá A-landsliði Íslands í skíðagöngu. Um gríðarlega sterk mót var að ræða sem fóru fram í Muonio í Finnlandi. Margir keppendur með heimsbikarreynslu tóku þátt í mótunum og má nefna að Livo Niskanan, ríkjandi heimsmeistari í 15 km göngu, varð í 2.sæti í dag, einungis 8 sek á undan Snorra Einarssyni. Heilt yfir voru miklar bætingar hjá liðinu og margir að gera sín bestu mót á ferlinum.

Föstudagur - 1,4 km sprettur, frjáls aðferð
34.sæti - Elsa Guðrún Jónsdóttir 161.53 FIS punktar
45.sæti - Isak Stianson Pedersen 132.45 FIS punktar
49.sæti - Sævar Birgisson 136.49 FIS punktar
117.sæti - Albert Jónsson 275.79 FIS punktar

Laugardagur - 5 km (kvk) og 10 km (kk), hefðbundin aðferð
62.sæti - Elsa Guðrún Jónsdóttir 149.22 FIS punktar
10.sæti - Snorri Einarsson 65.45 FIS punktar
94.sæti - Isak Stianson Pedersen 132.45 FIS punktar
101.sæti - Sævar Birgisson 134.40 FIS punktar
139.sæti - Albert Jónsson 160.49 FIS punktar

Sunnudagur - 10 km (kvk) og 15 km (kk), frjáls aðferð
65.sæti - Elsa Guðrún Jónsdóttir 132.70 FIS punktar
4.sæti - Snorri Einarsson 29.57 FIS punktar
86.sæti - Isak Stianson Pedersen 116.57 FIS punktar
88.sæti - Albert Jónsson 118.47 FIS punktar

Öll úrslit má sjá hér.