Skíðaþing í fyrsta skipti rafrænt

Næsta skíðaþing fer fram helgina 7.-8. nóvember 2020. Á síðasta skíðaþingi sem fór fram vorið 2019 var samþykkt lagabreyting þannig að skíðaþing fer núna fram á hverju ári á haustin, í stað þess að vera á vorin annað hvert ár.

Stjórn SKÍ ákvað að vegna aðstæðna verði skíðaþingið haldið rafrænt. Frá stofnun SKÍ er skíðaþingið framundan það 71. í röðinni og mun þetta vera í fyrsta sinn sem það fer fram rafrænt. Þar sem þingið er óhefðbundið eru fá þingskjöl sem liggja fyrir og að sama skapi eru engar kosningar þar sem stjórn er kosin til tveggja ára. Hins vegar var ákveðið að bæta við umræðupunktum í allar fagnefndir til að mynda vettvang til að ræða ákveðin málefni.

Hægt er að sjá gögnin sem liggja fyrir þingið hér.