Marinó sigraði á Noregscup mótaröðinni

Marinó Kristjánsson tekur við verðlaunum
Marinó Kristjánsson tekur við verðlaunum

Á sunnudaginn fór fram keppni í slopestyle (brekkustíll) á Noregscup sem haldið var í Geilo, Noregi. Tveir íslenskir A-landsliðsmenn á snjóbrettum voru meðal þátttakenda, Marinó Kristjánsson og Baldur Vilhelmsson, en þeir stunda báðir nám við NTG í Geilo.

Marinó Kristjánsson gerði sér lítið fyrir og sigraði senior flokkinn og Baldur Vilhelmsson endaði í 4.sæti í junior flokki.

Frábær úrslit og greinilegt að Marinó er að hefja þetta tímabil af krafti en fyrir stuttu endaði hann í 13.sæti á Evrópubikarmóti.

Úrslit úr mótinu má sjá hér og hér.