Flott byrjun í Evrópubikar - Marinó Kristjánsson í 13.sæti

Hluti af íslensku keppendum. Benedikt, Marinó, Tómas Orri og Egill Gunnar.
Hluti af íslensku keppendum. Benedikt, Marinó, Tómas Orri og Egill Gunnar.

Fyrsta Evrópubikarmót vetrarins á snjóbrettum fór fram í dag. Mótið er haldið í SnowWorld skíðahúsinu í Landgraaf í Hollandi. Líkt og á FIS mótinu í gær tóku allir sex íslensku landsliðsmennirnir þátt og fyrirkomulagið var slopestyle.

Sama fyrirkomulag var í dag eins og á FIS mótinu í gær. Fjórir undanriðlar þar sem fjórir bestu fóru áfram í úrslit, samtals 16 keppendur. Marinó Kristjánsson átti mjög góða ferð í undanriðlinum og náði að vera í efstu fjórum sætinum og komst því í úrslit. Í úrslitinum átti hann góða ferð á railum en náði ekki að fylgja því eftir á pöllunum. Að lokum endaði hann í 13.sæti á sterku Evrópubikarmóti. Þess má geta að Evrópubikarmótaröðin er sú næst sterkasta í heimi innan FIS.

Hinir íslensku keppendurnir voru nokkuð frá því að komast í úrslitin en þeir röðuðu sér í sæti 40 til 61. Alls tóku 72 keppendur þátt í dag.

Eins og áður segir eru þetta fyrstu Evrópubikarmót vetrarins og landsliðið okkar að taka þátt í fyrsta sinn. Að eiga keppenda í efstu 15 sætunum er frábær árangur og vonandi halda strákarnir á sömu braut. Farið verður á tvö önnur mót á mótaröðinni í vetur. Í lok janúar verður farið til Font Romeu í Frakklandi og í mars til Laax í Sviss.

Hér má sjá öll úrslit frá mótinu.

Sæti Nafn Árgerð Þjóð Rail Pallar Samtals FIS stig
1. BASTIAANSEN Erik 1998 NED 90,00 91,50 90,75 160.00
2. FRIJNS Joewen 1998 BEL 81,00 88,50 84,75 128.00
3. VERMAAT Sam 2005 NED 82,50 86,50 84,50 96.00
4. WOLF Casper 2001 NED 74,50 88,50 81,50 80.00
5. FRICZ Botond Istvan 2000 HUN 81,50 78,00 79,75 72.00
6. KOENEN Fynn 2001 GER 67,50 88,50 78,00 64.00
7. CASTRO Jaime 2000 ESP 85,00 69,50 77,25 57.60
8. FRAMARIN Leo 2001 ITA 68,50 85,00 76,75 51.20
9. ECKHOFF Mathias 1999 NOR 76,00 77,00 76,50 46.40
10. BERGMAN Joonas 2000 FIN 72,50 73,50 73,00 41.60
11. PEETERS Lorenzo 1994 BEL 77,00 68,00 72,50 38.40
12. MCDERMOTT Eli 2002 USA 71,00 66,50 68,75 35.20
13. KRISTJANSSON Marino 2000 ISL 78,50 52,50 65,50 32.00
14. GAUGER Wendelin 2000 SUI 58,00 65,00 61,50 28.80
15. GYOSHARKOV Petar 1996 BUL 63,50 45,00 54,25 25.60
16. JAROS Samuel 2001 SVK 46,00 30,00 38,00 24.00
40. VILHELMSSON Baldur 2000 ISL - - - 2.96
47. ARNASON Tomas Orri 2001 ISL - - - 2.62
48. DAVIDSSON Aron Snorri 1999 ISL - - - 2.58
59. FRIDBJORNSSON Benedikt 2004 ISL - - - 2.05
61. KRISTJANSSON Egill Gunnar 1999 ISL - - - 1.95