Landslið á snjóbrettum fyrir næsta vetur valin

Skíðasamband Íslands hefur valið í A og B landslið auk afrekshópa á snjóbrettum fyrir keppnistímabilið 2018/2019. Valið var eftir áður útgefinni valreglu. Einar Rafn Stefánsson var endurráðinn landsliðsþjálfari í vor og mun hann sjá um landsliðsprógramið. Í fyrsta skipti eru konur valdar í lið á snjóbrettum sem er mikið gleðiefni.

Stefnt er á að A og B landslið taki þátt í nokkrum evrópubikars-mótum en það er næst sterkasta mótaröðin innan FIS. Einnig er stefnt á þátttöku á HM í fyrsta skipti með snjóbrettakeppendur. Afrekshópurinn mun taka þátt í móti á "World Rookie Tour" mótaröðinni sem er sterk unglingamótaröð.

A-landslið - Karlar
Baldur Vilhelmsson
Marinó Kristjánsson

B-landslið - Karlar
Aron Snorri Davíðsson
Benedikt Friðbjörnsson
Egill Gunnar Kristjánsson
Tómas Orri Árnason

Afrekshópur - Karlar
Ástvaldur Ari Guðmundsson
Birkir Þór Arason
Bjarki Arnarsson
Borgþór Ómar Jóhannsson
Kolbeinn Þór Finnsson

Afrekshópur - Konur
Monika Rós Martin
Vildís Edwinsdóttir