HM í Seefeld 2019 - Allt sem þú þarft að vita

HM í norrænum greinum hefst í dag í Seefeld, Austurríki. Keppt er í þremur mismunandi greinum á mótinu, skíðagöngu, skíðastökki og norrænni tvíkeppni. Skíðasamband Íslands sendir alls sex keppendur til leiks í skíðagönguhlutann.

Tveir keppendur náðu lágmörkum fyrir HM og komast því beint í aðalkeppnir í lengri vegalengdum, en það eru þeir Isak Stianson Pedersen og Snorri Einarsson. Aðrir keppendur þurfa að fara í undankeppni til að vinna sér inn þátttökurétt í aðalkeppnum í lengri vegalengdum. Virkar hún þannig að efstu 10 keppendurnir að lokinni undankeppni, af hvoru kyni, komast áfram að því gefnu að keppendur hafi gert FIS stig undir 180 hjá konum og undir 140 hjá körlum. Þrír íslenskir keppendur taka þátt í undankeppninni sem fer fram í dag en það eru þau Albert Jónsson, Dagur Benediktsson og Kristrún Guðnadóttir. Einungis getur hver þjóð sent fjóra keppendur til leiks að hámarki. Því eru einungis tveir keppendur í undankeppni karla þar sem tveir eru komnir áfram í aðalkeppnir.

Keppendur og keppnisgreinar
Konur:
Kristrún Guðnadóttir: Undankeppni og sprettganga

Karlar: 
Albert Jónsson: Undankeppni og sprettganga.
Dagur Benediktsson: Undankeppni og sprettganga.
Isak Stianson Pedersen: Sprettganga, skiptiganga, liðasprettur og 15 km C.
Ragnar Gamalíel Sigurgeirsson: Sprettganga.
Snorri Einarsson: Skiptiganga, liðasprettur, 15 km C og 50 km F Mst.

Keppnisdagar hjá íslensku keppendunum (tímar miðast við íslenskan tíma):

  • 20. feb - Undankeppni 5 km C konur / 10 km C karlar - kl. 11:30 / 13:00 - Ráslistar
  • 21. feb - Sprettganga F, undanrásir konur / karlar - kl. 11:00
  • 23. feb - Skiptiganga 15 km konur / 30 km karlar C/F - kl. 10:00 / 11:30
  • 24. feb - Liðasprettur C - kl. 8:15
  • 26. feb - 10 km C konur - kl. 14:00
  • 27. feb - 15 km C karlar - kl. 13:00
  • 3.mars - 50 km F Mst karlar - kl. 12:00

Hægt verður að fylgjast með útsendingum í sjónvarpi á stöðvum eins og Eurosport, NRK og SVT.

Keppnissvæði
Hér er hægt að sjá yfirlitsmyndir af öllum keppnisbrautum.

Heimasíðu mótsins má finna hér.
Úrslit og lifandi tímatöku frá má finna hér.

Minnum svo á samfélagsmiðlana okkar:
Instragram: skidasamband
Snapchat: skidasamband