YOG 2020 - Keppni í skíðagöngu hófst í dag

Sigrún Anna, Vadim, Einar Árni og Linda Rós.
Sigrún Anna, Vadim, Einar Árni og Linda Rós.

Vetrarólympíuleikar ungmenna eru í fullum ganga í Lausanne í Sviss. Í fyrsta skipti er mótið tvískipt og er keppni lokið í alpagreinum á meðan keppni í skíðagöngu hófst í dag. Þau Einar Árni Gíslason og Linda Rós Hannesdóttir eru keppendur í skíðagöngu og þeim til aðstoðar eru þau Vadim Gusev og Sigrún Anna Auðardóttir.

Keppni dagsins var skíðagöngu-cross, sem má segja að sé eins og langur sprettur en þó með öðruvísi fyrirkomulagi. Keppt var með frjálsri aðferð og Einar Árni var á meðal keppenda og endaði í 78.sæti á tímanum 5:34.76. Linda Rós var ekki meðal keppenda en hún kom út degi seinna vegna ófærðar frá Ísafirði og hefur verið að glíma við smá veikindi.

Á morgun fer fram sprettganga og verður hægt að fylgjast með lifandi tímatöku hér.

Öll úrslit úr skíðagöngu má sjá hér.

Á myndasíðu ÍSÍ má sjá mikið af myndum frá Lausanne.