YOG 2020 - Keppni í risasvigi lokið

Frá mótsstað i dag. Á myndinni eru, frá vinstri: Þórey Edda Elísdóttir (framkvæmdastjórn ÍSÍ), Aðalb…
Frá mótsstað i dag. Á myndinni eru, frá vinstri: Þórey Edda Elísdóttir (framkvæmdastjórn ÍSÍ), Aðalbjörg Lillý Hauksdóttir (keppandi), Dagmar Ýr Sigurjónsdóttir (þjálfari), Líney Rut Hauksdóttir (framkvæmdastjóri ÍSÍ) og Örvar Ólafsson (aðalfararstjóri og starfsmaður ÍSÍ).

Í gærkvöldi voru Vetrarólympíuleikar ungmenna árið 2020 settir í Lausanne í Sviss. Eru þetta þriðju leikarnir frá upphafi fyrir ungmenni en árið 2012 fóru fyrstu leikarnir fram í Innsbruck, Austurríki og fjórum árum seinna í Lillehammer, Noregi. Ólíkt fyrri leikum eru þessir tvískiptir, þ.e.a.s. að hluti af greinunum eru fyrri hlutan og hinn hlutinn er seinni hlutann. Í okkar tilfelli eru keppendur í alpagreinum í fyrri hlutanum og keppendur í skíðagöngu í seinni hlutanum. Tveir keppendur eru í alpagreinum, þau Aðalbjörg Lillý Hauksdóttir og Gauti Guðmundsson. Á setningarhátíðinni í gær var Aðalbjörg Lillý fánaberi fyrir Ísland.

Í dag hófst keppni með risasvigi og voru bæði Aðalbjörg Lilly og Gauti meðal keppenda. Bæði stóðu þau sig vel og endaði Aðalbjörg Lillý í 34.sæti af alls 62 keppendum og Gauti í 51.sæti af alls 63 keppendum. Flottar aðstæður eru í Sviss og hefur bæði veður og snjór í keppnisbrekkum leikið við þátttakendur.

Á morgun fer fram alpatvíkeppni þar sem þau munu bæði taka þátt og fara þá eina svigferð. Risasvigsferðin í dag gildir sem fyrri ferð í alpatvíkeppninni. Keppni hefst kl.9:30 að íslenskum tíma.

Öll úrslit má sjá hér.

Á myndasíðu ÍSÍ má sjá mikið af myndum frá Lausanne.