YOG 2020 - Hefðbundin ganga og lokahátíð

Linda Rós eftir keppni gærdagsins
Linda Rós eftir keppni gærdagsins

Síðasta keppnisgrein í skíðagöngunni fór fram í dag á Vetrarólympíuleikum Ungmenna, en það var skíðaganga með hefðbundinni aðferð. Stúlkurnar kepptu í 5km göngu og drengirnir í 10km göngu.

Linda Rós Hannesdóttir varð í 68. sæti á tímanum 20:13.6. Maerta Rosenberg frá Svíþjóð sigraði á tímanum 14:15.7. Einar Árni Gíslason varð í 73. sæti á tímanum 36:15.4. Rússinn Iliya Tregubov sigraði á tímanum 26:40.5.

Öll úrslit úr skíðagöngu má sjá hér.

Á myndasíðu ÍSÍ má sjá mikið af myndum frá Lausanne.

Vetrarólympíuleikum ungmenna - þeim þriðju frá upphafi - var svo slitið í kvöld í miðbæ Lausanne í Sviss. Fánaberi fyrir Íslands hönd við lokaathöfnina var Einar Árni Gíslason keppandi í skíðagöngu.

Næstu Vetrarólympíuleikar ungmenna verða haldnir 2024 í Gangwon í Suður-Kóreu.