YOG 2020 - Gauti í 29.sæti í stórsvigi

Gauti Guðmundsson ásamt Dagmar Ýr Sigurjónsdóttur, þjálfara.
Gauti Guðmundsson ásamt Dagmar Ýr Sigurjónsdóttur, þjálfara.

Fyrr í dag lauk keppni í stórsvigi drengja á Vetrarólympíuleikum ungmenna í Lausanne, Sviss. Gauti Guðmundsson var meðal þátttakenda og hóf leik nr. 56 í röðinni af alls 77 keppendum. Eftir fyrri ferðina var Gauti í 36.sæti en náði 27. besta tímanum í þeirri seinni og endaði að lokum í 29.sæti. Fyrir úrslit fékk Gauti 133.27 FIS stig.

Á morgun fer fram keppni í svigi hjá báðum kynjum og verður hægt að fylgjast með lifandi tímatöku hér.

Öll úrslit má sjá hér.

Á myndasíðu ÍSÍ má sjá mikið af myndum frá Lausanne.