YOG 2020 - Einar Árni í 79.sæti í sprettgöngu

Einar Árni á fleygiferð í brautinni í dag
Einar Árni á fleygiferð í brautinni í dag

Keppni hélt áfram á Vetrarólympíuleikum ungmenna í dag með sprettgöngu. Einar Árni Gíslason var meðal keppenda og átti fínustu göngu þegar hann endaði í 79.sæti á tímanum 4:22.86. 

Á morgun er frí hjá keppendum í skíðagöngu en á þriðjudag verður keppt í 5/10km með hefðbundinni aðferð. Linda Rós var ekki með í sprettgöngunni í dag vegna smávægilegra veikinda en stefnir á þátttöku á þriðjudaginn.

Öll úrslit úr skíðagöngu má sjá hér.

Á myndasíðu ÍSÍ má sjá mikið af myndum frá Lausanne.