YOG 2020 - Alpatvíkeppni og stórsvig stúlkna um helgina

Gauti Guðmundsson að loknu risasvigi
Gauti Guðmundsson að loknu risasvigi

Um helgina hélt keppni áfram á Vetrarólympíuleikum ungmenna. Eins og áður hefur komið fram fara leikarnir fram í Lausanne í Sviss.

Á laugardag fór fram keppni í alpatvíkeppni, en hún virkar þannig að farin er ein ferð í risasvigi og ein í svigi og gildir samanlagður tími úr báðum ferðum. Á föstudag var keppt í risasvigi og gilti sú ferð einnig inní alpatvíkeppnina og á laugardag fór því einungis fram ein ferð í svigi. Gauti Guðmundsson átti virkilega flotta ferð í svigi og fór upp um 20 sæti á milli ferða, var í því 51. eftir risasvigið en endaði í 31.sæti að loknum báðum ferðum.Var hann með 29. besta tíman í sviginu. Aðalbjörg Lillý Hauksdóttir náði því miður ekki að ljúka keppni í sviginu.

Í gær, sunnudag, fór fram keppni í stórsvigi stúlkna. Aðalbjörg Lillý Hauksdóttir hóf leik nr. 49 í rásröðinni en náði ekki að ljúka fyrri ferð.

Í dag fer fram stórsvig drengja mun Gauti Guðmundsson hefja leik nr. 56 af alls 77 keppendum. Hægt er að fylgjast með lifandi tímatöku hér.

Öll úrslit má sjá hér.

Á myndasíðu ÍSÍ má sjá mikið af myndum frá Lausanne.