Viðburðarríkir mánuðir að baki í starfi SKÍ

Undanfarna mánuði hefur ýmislegt verið í gangi hjá SKÍ. Hér má sjá það helsta:

Landslið í öllum greinum valin
Valin voru landslið í öllum greinum eftir áður útgefnum valreglum. Landsliðin er hægt að sjá hér.

Samæfing í skíðagöngu 15.-17.júní
Skíðagöngunefnd SKÍ stóð fyrir samæfingu í Reykjavík um miðjan júní. Landsliðið tók þátt í samæfingunni ásamt iðkendum frá Akureyri og Ísafirði.

Landsliðsæfing í alpagreinum 5.-6.júlí
Grímur Rúnarsson, nýr landsliðsþjálfari í alpagreinum, hélt sína fyrstu landsliðsæfingu í Reykjavík. 

Íþróttamælingar á landsliðum SKÍ með Háskólanum í Reykjavík 9.-11.ágúst
SKÍ samdi nýverið við HR um íþróttamælingar fyrir öll landsliðin sín. Um er að ræða ítarlegri próf en áður hafa verið tekin og mikið framfaraskref.

Landsliðsæfing í alpagreinum 24.-29.ágúst - Landgraaf, Holland
Fyrsta landsliðsæfing á snjó fór fram í skíðahúsinu í Landgraaf. Þrír meðlimir úr landsliðinu tóku þátt í æfingunum undir stjórn Gríms Rúnarssonar, landsliðsþjálfara.

FIS þróunarfundur 28.-30.ágúst - Pristina, Kósovó
Formaður og framkvæmdastjóri sóttu alþjóðlegan FIS fund í Kosóvó. Um er að ræða fund sem er annað hvert ár þar sem minni þjóðum innan FIS er boðið á. Efni fundarins var fjáröflun skíðasambanda og meðal annars hélt framkvæmdastjóri SKÍ erindi um fjármál SKÍ.

FIS æfingabúðir í skíðagöngu 3.-11.september - Val di Fiemme, Ítalía
Þau Anna María Daníelsdóttir og Jakob Daníelsson tóku þátt í FIS æfingabúðum fyrr í september. Um er að ræða æfingabúðir sem FIS bíður minni þjóðum innan FIS á. Með í för var Sævar Birgisson, fyrrum landsliðsmaður, sem þjálfari.

Mótatöflur fyrir komandi vetur 2019/2020
Hér má sjá allar mótatöflurnar.