Vel heppnuð samæfing í skíðagöngu

Dagana 16.-19.ágúst fór fram samæfing í skíðagöngu á Akureyri. Um 25 iðkendur tóku þátt í samæfingunni frá Reykjavík, Ísafirði, Hólmavík, Akureyri og Ólafsfirði. Á meðal þátttakenda voru allir landsliðsmenn í skíðagöngu. Vegard Karlstrøm, landsliðsþjálfari, var með yfirumsjón með æfingunum en honum til aðstoðar voru nokkrir þjálfarar frá aðildarfélögum SKÍ.

Teknar voru sex æfingar frá fimmtudegi til sunnudags þar sem ýmist var farið að hlaupa eða á hjólaskíði.

Þetta var síðasta samæfing sumarsins en stefnt er á samæfingu í vetur en ekki hefur verið tekin ákvörðun um dagsetningu né tímasetningu að svo stöddu. Upplýsingar um þá samæfingu verða sendar út um leið og þær liggja fyrir.