Vel heppnuð samæfing í Bláfjöllum

Skíðasamband Íslands stóð fyrir samæfingu í alpagreinum um liðna helgi. Samæfingin var fyrir alla iðkendur 15 ára eldri og fór fram í Bláfjöllum við fínar aðstæður. Hópurinn hittist seinni part á föstudag og var strax farið á skíði. Á laugardag og sunnudag var einnig skíðað ásamt því að fá fyrirlestur um markmiðssetningu. Allir gistu saman í Ármannsskálanum og sáu þjálfararnir um að elda fyrir mannskapinn.

Eins og gengur og gerist á þessum árstíma var snjórinn orðinn blautur og þurfti að salta snjóinn svo hann myndi verða stífari. Æft var bæði svig og stórsvigi, mismunandi í braut, stubbum eða tækni.

Tókst æfingin einstaklega vel í alla staði og verður klárlega áframhald hjá SKÍ á sambærilegum samæfingum í framtíðinni.